Blaðrið
Daglegt líf vitleysings
fimmtudagur, október 12

Búinn að skella inn nýjum myndum frá úrslitaleiknum og lokahófinu 2006.mánudagur, október 9

Gleði, gleði, gleði, já við unnum Utandeildinni á laugardaginn mjög sannfærandi með 3-0 sigri á FC Fame. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að lyfta bikarnum sem fyrirliði Vængja, ógleymanleg stund. Síðan héldum við lokahófið strax um kvöldið þar sem að var góð stemning og mikil gleði, kveð að sinni en myndir af þessu eru væntanlegar.
föstudagur, október 6

Strákarnir bara komnir í úrslit aftur í Utandeildinni. Leikurinn verður núna á laugardaginn 7.okt í Egilshöll kl.15:00, töpuðum í fyrra og það kemur ekki til mála að tapa aftur. Allavega er kominn fiðringur í mann og hvet alla til að láta sjá sig í Egilshöll.þriðjudagur, september 26

Já, seint koma sumir en koma þó sagði skáldið og ætli það megi ekki að sumu leyti segja það um mig, allavega er spurning að koma með smá comeback hér á öldur ljósvakans. Síðast þegar ég skrifaði hér inn vorum við að gera góða hluti í boltanum og sumarið rétt að byrja, reyndar var tímabilið svona upp og niður hjá okkur en við komumst í úrslitakeppnina. Vorum einmitt að spila í gær við Melsted sem við unnum 2-0 sem þýðir að við erum komnir í undanúrslit á móti FC CCP og munum við spila við þá á sunnudaginn.

Svo er blessaður skólinn byrjaður aftur og allt ágætt um það að segja, reyndar í fjölmiðlafræðinni stakk kennarinn upp á því að fólk ætti að vera sjónvarpslaust í viku og í staðinn að fá að skila styttri ritgerð. Ekki heillaði það mig og horfði ég á Meistaradeildina í kvöld en bannið átti víst að byrja í dag, en ég nenni ekki svona rugli. Það var reyndar sjónvarpslaust hér í 2 vikur í Mávahlíðinni í vetur og gekk það furðuvel.

En spurning um að kveðja að sinni og líka spurning hvort að einhver komi til með að lesa þetta því að maður hefur legið svo lengi í dvala. Já, svo að lokum er ég að spá í að vera með göngu í næstu viku til að fagna því að það er byrjað að fylla lónið á Kárhnjúkum. Fólkið sem fór í gönguna í kvöld ætti að skammast sín og fara snemma að sofa.þriðjudagur, maí 30

Guten tag, já maður er eiturferskur þessa dagana enda þýðir ekkert annað. Byrjaður að vinna á fullu og nóg að gerast í boltanum. Skellti mér upp á Þingvelli á síðasta laugardagskvöld að veiða í stað þess að sukka í bænum, reyndar fékk ég ekki sporð en fínt samt.
Svo má ekki gleyma stórleik 3.umferðar VISA-Bikarsins á morgun
Drangur(Vængir Júpiters)-Haukar, leikurinn verður spilaður á Ásvöllum í Hafnarfirði kl.20:00 og vonandi að menn fjölmenni á völlin að styðja græna undrið. En annars kveð ég að sinni, Helgi "Burger King" Sigurðsson.föstudagur, maí 19

Þá má segja að maður sé í sigurvímu eftir gærkvöldið. Við í Vængjunum mættum þar liði Reynis frá Sandgerði í 2.umferð VISA-Bikarsins, toppaðstæður og geggjaður völlur. Þetta var helvíti erfitt enda þeir í 2.deild og í hörkuformi, samt komumst við yfir undan sterkum vindi um miðjan fyrri hálfleik. Þeir jöfnuðu stuttu seinna og var jafnt í hálfelik. Einn af okkar bestu mönnum fór útaf í hálfleik eftir ljótt olnbogaskot og er hann væntanleg nefbrotinn. Seinni hálfleikurinn fór aðallega í það að verjast á móti sterkum vindi og reyndum að beita skyndisóknum, Rikki sá svo um að halda boltanum frá í markinu. Svo á 92 mínútu þegar 30 sekúndur eru eftir spænir Gummi Auðuns sig í gegnum alla vörnina og markmanninn líka og skorara. Allt var vitlaust og þeir drullupirraðir, náðu einni sókn og Rikki varði í horn og dómarinn flautaði af. Allt varð vitlaust hjá okkur búnir að slá út 3.deildarlið og svo 2.deildarlið og komnir í 3.umferð bikarsins. Í næstu umferð koma öll lið inn nema úrvalsdeildarliði og verðum við mættir spenntir í dráttinn niðrí KSÍ á mánudaginn. Hér má svo sjá eina mynd af okkur fagna í leikslok.þriðjudagur, maí 16

Þá er þessi prófatörn búinn, kláraði síðasta prófið í gær og er alveg ansi ánægður maður. Held bara að mér hafi gengið bara ágætlega og svo er einkunin úr geðheilsfélagsfræðinni, sem ég kláraði í lok mars komin, en það var 8,5.
Svo komumst við piltarnir í Vængjunum áfram í bikarkeppni KSÍ þegar við unnum 3.deildarlið Hamar 2-1 á Stokkseyri, en við spilum undir nafni Drangs. Svo eigum við að spila við Reyni Sandgerði sem er í 2.deildinni á fimmtudaginn kl.20 í Sandgerði, Þeir eru með hörkulið sem rúllaði 3.deildinni upp í fyrra, þannig að þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. En samt snilld að fá leik á móti þeim því að völlurinn hjá þeim er mjög góður og flott umgjörð í kringum allt hjá þeim.
Svo fer maður að skella sér á kaf í veiðina, fór einu sinni í prófunum upp á Svanavatn í smástund og náði einni pundsbleikju. En var að hnýta gott safn af flugum fyrir Þingvellina þannig að maður fer að kíkja þangað mjög fljótlega.föstudagur, apríl 28

Já maður er bara enn á lífi og nokkuð sprækur. Nóg að gera í læri og var maður að ljúka við eina 20 síðna ritgerð í gær sem hafðist fyrir rest, svo er önnur töluvert minni sem fer í gang eftir helgi. Fer í tvö próf þ.e. 12. og 15. maí og eftir það verður gaman.
Skellti mér í fyrstu veiði sumarsins fyrir rúmri viku á sumardeginum fyrsta, fórum upp í Skorradal og náði maður hátt í 10 fallegum urriðum. Reyndar náði Jommi þeim stærsta sem var 6.punda kvikindi og mun ég henda inn myndum af þessum í dag eða á morgun.
Svo er rúmar 2 vikur í fyrsta leik okkar í boltanum sem er í VISA-Bikarnum á móti Hamar, stíft prógram fram að því þar sem verða teknir 2-3 æfingaleikir. En kveð að sinni úr vorblíðunni.

*Búinn að henda inn myndunum.þriðjudagur, apríl 4

Gúdag, eins og sést þá hefur maður ekki verið neitt duglegur við að blogga og mér sýnist að það verði eitthvað framhald á því. Kannski að maður detti inn við tækifæri en eins og er verður lítið um líf hér!!!föstudagur, mars 17

Jæja, maður búinn að vera eitthvað latur við að skrifa hér inn að undanförnu, enda lítið eða kannski frekar skrýtið að frétta. Fékk flensuna og lá í 10 daga og er að skríða saman þessa dagana enda er þessi flensa ekkert nema rugl. Fór á árshátíð í vinnunni sem var svona la la, fínn matur og gott fólk en svo hurfu bara allir um miðnætti og gleðin datt niður. Svo er Íslandsmótið innanhúss í utandeildinni á sunnudaginn í Austurbergi og eigum við í Vængjunum titil að verja og vonandi að okkur takist að halda titlinum í okkar höndum. En annars kveð ég að sinni og vonandi að maður geti verið upplífgandi á næstunni, later gamli!!!
Velkomin á Blaðrið


Klaus MeineAðrir Bloggarar

Eggert
Jommi Brother
Katrín
Helgi Becks
Maggi Fix
Snati
Sissi
Gunni Marteins
Jói Fjalar
Jónsi
Rikki Recoba
Mad Daddy Hustla
Gísli Hvanndal
Vængir Júpiters


Myndir

Myndir
Fleiri myndir
Vængjamyndir
Veiðimyndir
Fleiri veiðimyndir


Info

Ég er: Gunnar Jóhannesson "Guz"
E-mail:gunnijo@yahoo.com
MSN:gunnijo777@hotmail.com


Annað
04/14/2002 - 04/21/2002 04/21/2002 - 04/28/2002 04/28/2002 - 05/05/2002 05/05/2002 - 05/12/2002 05/12/2002 - 05/19/2002 05/19/2002 - 05/26/2002 05/26/2002 - 06/02/2002 06/02/2002 - 06/09/2002 06/09/2002 - 06/16/2002 06/16/2002 - 06/23/2002 06/23/2002 - 06/30/2002 06/30/2002 - 07/07/2002 07/07/2002 - 07/14/2002 07/14/2002 - 07/21/2002 07/21/2002 - 07/28/2002 07/28/2002 - 08/04/2002 08/04/2002 - 08/11/2002 08/11/2002 - 08/18/2002 08/18/2002 - 08/25/2002 08/25/2002 - 09/01/2002 09/01/2002 - 09/08/2002 09/08/2002 - 09/15/2002 09/15/2002 - 09/22/2002 09/22/2002 - 09/29/2002 09/29/2002 - 10/06/2002 10/06/2002 - 10/13/2002 10/13/2002 - 10/20/2002 10/20/2002 - 10/27/2002 10/27/2002 - 11/03/2002 11/03/2002 - 11/10/2002 11/10/2002 - 11/17/2002 11/17/2002 - 11/24/2002 11/24/2002 - 12/01/2002 12/01/2002 - 12/08/2002 12/08/2002 - 12/15/2002 12/15/2002 - 12/22/2002 12/22/2002 - 12/29/2002 12/29/2002 - 01/05/2003 01/05/2003 - 01/12/2003 01/12/2003 - 01/19/2003 01/19/2003 - 01/26/2003 01/26/2003 - 02/02/2003 02/02/2003 - 02/09/2003 02/09/2003 - 02/16/2003 02/16/2003 - 02/23/2003 02/23/2003 - 03/02/2003 03/02/2003 - 03/09/2003 03/09/2003 - 03/16/2003 03/16/2003 - 03/23/2003 03/23/2003 - 03/30/2003 03/30/2003 - 04/06/2003 04/06/2003 - 04/13/2003 04/13/2003 - 04/20/2003 04/20/2003 - 04/27/2003 04/27/2003 - 05/04/2003 05/04/2003 - 05/11/2003 05/11/2003 - 05/18/2003 05/18/2003 - 05/25/2003 05/25/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 06/08/2003 06/08/2003 - 06/15/2003 06/15/2003 - 06/22/2003 06/22/2003 - 06/29/2003 06/29/2003 - 07/06/2003 07/06/2003 - 07/13/2003 07/13/2003 - 07/20/2003 07/20/2003 - 07/27/2003 07/27/2003 - 08/03/2003 08/03/2003 - 08/10/2003 08/10/2003 - 08/17/2003 08/17/2003 - 08/24/2003 08/31/2003 - 09/07/2003 09/07/2003 - 09/14/2003 09/14/2003 - 09/21/2003 09/21/2003 - 09/28/2003 09/28/2003 - 10/05/2003 10/05/2003 - 10/12/2003 10/12/2003 - 10/19/2003 10/19/2003 - 10/26/2003 10/26/2003 - 11/02/2003 11/02/2003 - 11/09/2003 11/09/2003 - 11/16/2003 11/16/2003 - 11/23/2003 11/23/2003 - 11/30/2003 11/30/2003 - 12/07/2003 12/07/2003 - 12/14/2003 12/14/2003 - 12/21/2003 12/21/2003 - 12/28/2003 12/28/2003 - 01/04/2004 01/04/2004 - 01/11/2004 01/11/2004 - 01/18/2004 01/18/2004 - 01/25/2004 01/25/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 02/08/2004 02/08/2004 - 02/15/2004 02/15/2004 - 02/22/2004 02/22/2004 - 02/29/2004 02/29/2004 - 03/07/2004 03/07/2004 - 03/14/2004 03/14/2004 - 03/21/2004 03/21/2004 - 03/28/2004 03/28/2004 - 04/04/2004 04/04/2004 - 04/11/2004 04/11/2004 - 04/18/2004 04/18/2004 - 04/25/2004 04/25/2004 - 05/02/2004 05/02/2004 - 05/09/2004 05/09/2004 - 05/16/2004 05/16/2004 - 05/23/2004 05/23/2004 - 05/30/2004 05/30/2004 - 06/06/2004 06/06/2004 - 06/13/2004 06/13/2004 - 06/20/2004 06/20/2004 - 06/27/2004 07/04/2004 - 07/11/2004 07/11/2004 - 07/18/2004 07/18/2004 - 07/25/2004 07/25/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 08/08/2004 08/15/2004 - 08/22/2004 08/22/2004 - 08/29/2004 08/29/2004 - 09/05/2004 09/05/2004 - 09/12/2004 09/12/2004 - 09/19/2004 09/19/2004 - 09/26/2004 09/26/2004 - 10/03/2004 10/03/2004 - 10/10/2004 10/10/2004 - 10/17/2004 10/24/2004 - 10/31/2004 11/07/2004 - 11/14/2004 11/21/2004 - 11/28/2004 11/28/2004 - 12/05/2004 12/05/2004 - 12/12/2004 12/12/2004 - 12/19/2004 12/26/2004 - 01/02/2005 01/02/2005 - 01/09/2005 01/09/2005 - 01/16/2005 01/16/2005 - 01/23/2005 01/23/2005 - 01/30/2005 01/30/2005 - 02/06/2005 02/06/2005 - 02/13/2005 02/13/2005 - 02/20/2005 02/20/2005 - 02/27/2005 02/27/2005 - 03/06/2005 03/06/2005 - 03/13/2005 03/13/2005 - 03/20/2005 03/20/2005 - 03/27/2005 03/27/2005 - 04/03/2005 04/24/2005 - 05/01/2005 05/08/2005 - 05/15/2005 05/15/2005 - 05/22/2005 05/22/2005 - 05/29/2005 05/29/2005 - 06/05/2005 06/05/2005 - 06/12/2005 07/03/2005 - 07/10/2005 08/07/2005 - 08/14/2005 09/11/2005 - 09/18/2005 09/18/2005 - 09/25/2005 10/02/2005 - 10/09/2005 10/16/2005 - 10/23/2005 10/23/2005 - 10/30/2005 10/30/2005 - 11/06/2005 11/06/2005 - 11/13/2005 11/13/2005 - 11/20/2005 11/20/2005 - 11/27/2005 11/27/2005 - 12/04/2005 12/04/2005 - 12/11/2005 12/11/2005 - 12/18/2005 12/18/2005 - 12/25/2005 12/25/2005 - 01/01/2006 01/08/2006 - 01/15/2006 01/15/2006 - 01/22/2006 01/29/2006 - 02/05/2006 02/05/2006 - 02/12/2006 02/12/2006 - 02/19/2006 02/19/2006 - 02/26/2006 02/26/2006 - 03/05/2006 03/12/2006 - 03/19/2006 04/02/2006 - 04/09/2006 04/23/2006 - 04/30/2006 05/14/2006 - 05/21/2006 05/28/2006 - 06/04/2006 09/24/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 10/08/2006 10/08/2006 - 10/15/2006
Heim


This is

design by maystar
powered by blogger

Weblog Commenting by HaloScan.com